Bróðir Jóns fluttur til Dyflinnar

Ekkert hefur sést til Jóns Þrastar Jónssonar síðan í febrúar.
Ekkert hefur sést til Jóns Þrastar Jónssonar síðan í febrúar. Ljósmynd/Aðsend

Daníel Örn Wiium hefur flutt tímabundið til Dublin, þaðan sem bróðir hans, Jón Þröstur Jónsson, hvarf sporlaust í febrúar. Segir hann að ákvörðunin hafi verið óundirbúin en hann flutti út snemma í júní.

Hann segir fjölskylduna hafa fundið fyrir því að að engin pressa hafi verið á lögreglunni þegar ekkert þeirra var á landinu.

„Við vorum að fá svör eftir fimm til sex daga og það voru engin svör. Það er miklu meiri pressa sem helst á þeim núna þegar maður er úti,“ segir Daníel sem kveðst vera í reglulegu sambandi við lögregluna í Dublin og segist reyna að halda henni við efnið. Daniel segir þó að lítið sem ekkert sé að frétta af málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert