Brynjar Ari vann tvær þrautir í dag

Brynjar Ari er búinn að vinna tvær þrautir af þremur …
Brynjar Ari er búinn að vinna tvær þrautir af þremur og situr í öðru sæti eftir fyrri keppnisdag í unglingaflokki. Ljósmynd/Ingi Torfi Sverrisson

Það eru fleiri Íslendingar að keppa á heimsleikunum í crossfit en bara þau sex sem eru í aðalkeppni fullorðinna. Brynjar Ari Magnússon, til dæmis, en þessi fimmtán ára crossfit-kappi er að keppa í flokki 14-15 ára stráka og situr í efsta sæti eftir fyrsta daginn. Hann var efstur í tveimur af þremur þrautum dagsins.

„Ég verð ekki sátt­ur nema ég lendi alla vega á verðlaunap­all­in­um,“ sagði hann við mbl.is áður en hann hélt út til Bandaríkjanna til keppninnar – og hann virðist á góðri leið með að ná markmiðum sínum.

Einnig eru þeir Sigurður Þrastarson og Stefán Helgi Einarsson að keppa í flokki 35-39 ára karla og þar gerði Sigurður sér lítið fyrir og vann eina æfingu í dag. Eftir tvær þrautir er Sigurður í 4. sæti og Stefán í 7. sæti í þeim aldursflokki, af tíu keppendum.

Sigurður Þrastarson nýbúinn að rífa í lóðin í Madison í …
Sigurður Þrastarson nýbúinn að rífa í lóðin í Madison í dag. Ljósmynd/Ingi Torfi Sverrisson

Uppfært: Brynjar Ari var efstur þegar að stigin höfðu verið reiknuð saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert