Díselolía fór í settjörn í Elliðaárdal

Skjót viðbrögð slökkviliðsins sem dældi upp meirihluta olíunnar.
Skjót viðbrögð slökkviliðsins sem dældi upp meirihluta olíunnar. mbl.is/​Hari

Litlu mátti muna að slæmt mengunaróhapp ætti sér stað í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti.

Að mati slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru niður um 250 – 300 lítrar af díselolíu og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar, en mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið í ofanvatnskerfið. Samkvæmt upplýsingum Reykjavíkurborgar hafði vörubíll ekið utan í stein þegar hann var að koma af bílastæði við Valshóla og kom við það gat á olíutank.

„Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á vettvang og náðist að dæla upp meirihluta olíunnar en hluti hennar fór niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun er í settjörn en hreinsun gengur vel og standa vonir til þess að hægt verði að koma í veg fyrir að mengun berist í árnar,“ sagði í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skv. upplýsingum heilbrigðiseftirlits borgarinnar í gærkvöldi var talið nokkuð öruggt að tekist hafi að koma í veg fyrir að olía bærist í Elliðaár. Ljúka á hreinsun úr settjörninni í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert