Fasteignamarkaðurinn á Akureyri er í hringekju

Fasteignasala í bænum þykir hafa verið góð að undanförnu.
Fasteignasala í bænum þykir hafa verið góð að undanförnu. mbl.is/Sigurður Bogi

Á fasteignamarkaði á Akureyri hefur verið ágæt sala að undanförnu og sérstaklega hefur aukið framboð af íbúðum í nýjum fjölbýlishúsum eflt markaðinn. Þetta segir Björn Guðmundsson, lögg. fasteignasali sem á og rekur Byggð fasteignasölu þar í bæ.

Sérstaklega hefur munað um framkvæmdir í Hagahverfi, sem er syðst á Brekkunni. Í blokkum þar verða nærri 80 nýjar íbúðir og hafa nokkrar þeirra þegar verið afhentar kaupendum.

260 samningar á árinu

„Þar á oft í hlut fólk sem er kannski komið yfir miðjan aldur og er að losa sig við stærri eignir, sem aftur eru eftirsóttar af barna- og fjölskyldufólki. Þarna fer oft af stað hringekja í viðskiptum, þar sem hvað eltir hitt,“ segir Björn. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Hagstofu Íslands eru afgreiddir kaupsamningar fasteigna á Akureyri orðnir alls 260 talsins á þessu ári, þar af 97 vegna fjölbýliseigna og þar er fermetraverðið 340 þúsund. Þá eru fyrirliggjandi samningar frá áramótum um sérbýliseignir orðnir 83, og þar leggur fermetrinn sig á 328 þúsund kr. að jafnaði – Til samanburðar má nefna að jafnaðarverð á fermetrann í fjölbýli í Grafarvogi í Reykjavík er m.v. viðskipti líðandi árs 402 þúsund kr. og 362 þúsund krónur í sérbýli í sama hverfi. Tölur þessar eru svo umtalsvert hærri sé litið til vesturhluta borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert