Sex þúsund fara með Herjólfi í dag

Nýr Herjólfur kominn til Eyja.
Nýr Herjólfur kominn til Eyja.

Herjólfur siglir í dag 12 ferðir fram og til baka, þar af siglir sá gamli eina. Lauslega áætlað þýðir það að 6.000 manns sigli til Eyja í dag. „Það er þungur straumur,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Allt gengur eins og í sögu, segir hann. 

„Eins og er önnum við eftirspurninni. Það er enn þá laust og fólk er enn þá að kaupa miða,“ segir hann. Ferðin kostar 1.600 krónur. Mesta umferðin er á fimmtudeginum og föstudeginum, þá er fólk að drífa sig á Þjóðhátíð. Fimm ferðir eru sigldar á laugardag og sunnudag.

Farþegasalurinn í nýja Herjólfi, sem fer 11 ferðir á dag …
Farþegasalurinn í nýja Herjólfi, sem fer 11 ferðir á dag þegar mest lætur.

Umferðin þyngist svo aftur nema í hina áttina aðfaranótt mánudags. Herjólfir byrjar að sigla til baka kl. 2 um nótt. Hann siglir svo til miðnættis á mánudeginum og gamli fer eina ferð þann dag.

Gamla Herjólfi er sem sagt siglt þegar umferðin er mest en þá aðeins eina ferð þá daga. Nýi fer fram og til baka 11 sinnum fimmtudag, föstudag og mánudag. Þeir taka álíka marga farþega, gamli 517 og nýi 540.

„Þetta gengur mjög vel,“ segir Guðbjartur. Hann telur að straumurinn til Eyja verði svipaður því sem var í fyrra. „Veðrið er líka mjög gott. Það er að vísu ekki sól en það er logn og blíða, þannig að allir eru glaðir og kátir. Siglingarnar fara svo bara mjög vel fram,“ segir hann.

Þjóðhátíðargestir mættir til Eyja í gær. Mesti straumurinn er á …
Þjóðhátíðargestir mættir til Eyja í gær. Mesti straumurinn er á fimmtudegi og föstudegi. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert