Skipin lífga upp á mannlífið á Ísafirði

Farþegar skemmtiferðaskipsins Costa Mediterranea fluttir út í skipið eftir að …
Farþegar skemmtiferðaskipsins Costa Mediterranea fluttir út í skipið eftir að hafa skoðað sig um á Ísafirði. Fjöldi skipa kom vestur í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Skemmtiferðaskipið Costa Mediterranea batt landfestar við Ísafjarðarhöfn á þriðjudaginn. Tæplega 2.500 farþegar skipsins voru fluttir í land, sem gerði sitthvað fyrir bæjarlífið að sögn Lindu Björgólfsdóttur, framkvæmdastjóra Vesturferða.

„Þetta lífgar upp á bæjarlífið og lætur verslanirnar og veitingastaði hafa nóg fyrir stafni,“ sagði hún. Hún var nýkomin úr Nettó þegar blaðamaður sló á þráðinn og sagði að þar hafi verið nóg að gera, enda er Ísafjörður undirlagður af ferðamönnum á sumrin vegna tíðra heimsókna skemmtiferðaskipa.

Skipið Le Boreal bar einnig að garði á sunnudag, við Sundabakka, en það ferðaðist með um 250 farþega.

Á miðvikudag var merkur dagur á Ísafirði en þá lagðist skipið Marella Explorer að Sundabakka og braut þar með blað í sögu skipakoma til Ísafjarðar. Skipið er hið stærsta og dýpst ristandi sem hefur lagst að bryggju á Ísafirði, en það vegur 77.000 brúttótonn, er 264 metrar á lengd, 32,2 metrar á breidd og ristir 8,4 metra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert