55 gámar með Ed Sheeran til landsins

Starfsmenn unnu við það í gær að leggja plötur á …
Starfsmenn unnu við það í gær að leggja plötur á völlinn þar sem sviðið verður um næstu helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Undirbúningur fyrir stórtónleika Ed Sheeran, sem haldnir verða á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst, er nú í fullum gangi en tekið var formlega við vellinum í fyrradag. Þetta segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live sem sér um framkvæmd tónleikanna.

„Vinnan byrjaði samt á mánudaginn en þá var byrjað að setja upp fyrstu girðingar og taka á móti gámum og svona. Nú er allt komið á fleygiferð. Þetta er algjörlega nýtt „level“ í umfangi og stærð,“ segir Ísleifur. Segist hann eiga von á 55 gámum af græjum fyrir tónleikana sem vegi yfir 1.500 tonn.

„Og okkur fannst mikið þegar það komu fimm gámar með Justin Timberlake og níu með Justin Bieber,“ segir Ísleifur og hlær.

„Þetta eru lang-, langstærstu tónleikar sem hafa verið haldnir á Íslandi. Með yfirburðum. Þeir fljúga inn öllum græjunum sínum. Þeir flytja til landsins hljóð, svið og ljós frá útlöndum,“ segir hann og bætir við: „Þetta er stóra sviðið sem hann notar á risatónleikum erlendis. Það er bara komið með það til Íslands sem er svakalegt.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ísleifur að erlendir undirbúningsaðilar séu farnir að tínast inn á völlinn en á von á miklum fjölda í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert