Ætlar að „negla“ þriðja keppnisdag

Björgvin Karl í ísbaði eftir keppni gærdagsins. Ískaldur Stokkseyringurinn.
Björgvin Karl í ísbaði eftir keppni gærdagsins. Ískaldur Stokkseyringurinn. Ljósmynd/Þröstur Ólason

Íslensku keppendurnir á heimsleikunum í crossfit munu þurfa að taka á honum stóra sínum í dag þegar þriðji keppnisdagur leikanna hefst klukkan þrjú í dag. Eftir fyrri þraut dagsins munu einungis 10 karlar og 10 konur standa eftir í keppninni um nafnbótina hraustasta fólk í heimi.

Ekk­ert hef­ur verið gefið út fyr­ir dag­skrá dags­ins, nema það að það verður tekið á sprett. Fyrsta æf­ing­in verður sprett­braut og eftir hana kemur í ljós hverjir halda áfram og hverjir detta úr keppni.

Björgvin efstur Íslendinga

Björgvin Karl Guðmundsson er efstur af íslensku keppendunum í 8. sæti í sínum flokki af 20 eftir tvo keppnisdaga.

Í samtali við Þröst Ólason tíðindamann mbl.is í Madison í gærkvöldi sagðist hann tilbúinn til að „negla“ þriðja keppnisdag og virtist mikill eldmóður í honum.

Skilur ekkert eftir á tankinum

Fjórar íslenskar konur standa eftir í keppninni af tuttugu keppendum sem verður að teljast frábært afrek út af fyrir sig.

Af þeim situr Annie Mist Þórisdóttir efst í 10. sæti. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti í keppnina í ár og er til alls líkleg.

Hún ætlar ekki að skilja neitt eftir á tankinum eftir þrautir dagsins í dag.

View this post on Instagram

I will leave NOTHING in the tank tomorrow 🔥🔥🔥 Let’s GO! #dottir 📷 @bownmedia

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 2, 2019 at 7:10pm PDT

Tími til að berjast með kjafti og klóm

Katrín Tanja Davíðsdóttir fylgir henni fast á eftir og er í 11. sætinu. Þeir sem þekkja til Katrínar telja hana eiga inni einn aukagír hið minnsta og það verður fróðlegt að sjá hvort hún sýni það og sanni í dag.

Hún ætlar að berjast með kjafti og klóm í dag og það vita það allir sem hafa fylgst með Katrínu Tönju undanfarin ár að hún er vön því að standa við orð sín.

View this post on Instagram

On to the next. 🔥🔥🔥 Let’s go day 3! Time to fight. // Good night. xxx - Photo: @antlucic

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 2, 2019 at 7:56pm PDT

Allt eða ekkert

Þuríður Erla Helgadóttir er næst Íslendinga í 12. sæti. Það er alveg öruggt að hún mun ekki gefa tommu eftir í dag og er staðráðin í því að hoppa upp fyrir þær Annie Mist og Katrínu Tönju. 

Af því sem hún segir á Instagram-síðu sinni er hún ekki nálægt því að vera orðinn södd og segir að í dag verði „allt eða ekkert“ í keppninni.

View this post on Instagram

It’s all or nothing tomorrow. #crossfit #allornothing #crossfitgames #smallbutmighty

A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Aug 2, 2019 at 6:59pm PDT

Sara breytir sér í skrímsli

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir rekur lestina í kvennaflokki og er í 20. sæti. Hún rétt slapp við niðurskurð í gær og það verður að teljast líklegt að hún muni gefa allt sitt í fyrstu þraut dagsins til að halda sér á lífi í keppninni.

Hún segir að nú sé kominn tími til að koma sér í skrímslaham eða „beastmode“.

View this post on Instagram

Time to turn on the BEASTMODE!

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Aug 2, 2019 at 6:07pm PDT

Bein útsending frá klukkan 15

Keppni hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert