Ekki talið að kveikt hafi verið í

Hluti Fornubúða er nú rústir.
Hluti Fornubúða er nú rústir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsvoðanum í atvinnuhúsnæðinu í Fornubúðum í Hafnarfirði aðfaranótt miðvikudags miðar vel.

Ekki er talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér vegna málsins.

„Áfram hefur verið unnið við að yfirfara myndefni frá svæðinu, auk þess sem rætt hefur verið við vitni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Ekki er að vænta frekari upplýsinga um málið fyrr en eftir verslunarmannahelgina,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Lögreglan hefur afhent tryggingafélagi hússins vettvanginn en rannsókn heldur áfram á þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu með það að markmiði að varpa ljósi á eldsupptök.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert