Fleiri bifhjólaslys tilkynnt hjá VÍS

Sumir velja að klæðast áberandi fatnaði. Mótorhjólafólk þarf að hafa …
Sumir velja að klæðast áberandi fatnaði. Mótorhjólafólk þarf að hafa varann á sér. mbl.is/Árni Sæberg

Bifhjólaslys sem tilkynnt hafa verið til tryggingafélagsins VÍS eru tvöfalt fleiri en í fyrra. Þetta kom fram í frétt VÍS hinn 22. júlí sl. Slysafjöldinn það sem af var ári nálgaðist heildarfjölda bifhjólaslysa árið 2018.

Algengustu slysin höfðu orðið vegna falls af hjóli eða útafaksturs, að sögn VÍS. Þar á eftir komu aftanákeyrslur og hliðarárekstrar, gjarnan á gatnamótum. „Líkamstjón er í flestum þessara slysa og alvarlegt í mörgum þeirra,“ segir í frétt VÍS.

Sjóvá hefur ekki séð aukningu á bifhjólaslysum í sumar, að sögn Sigurjóns Andréssonar, forstöðumanns markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá. Hann segir vel mega velta því fyrir sér hvort óvenju mikið hafi verið hjólað í sumar vegna þess hvað veðrið hefur verið gott. Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála hjá tryggingafélaginu TM, segir að þau hafi ekki séð aukningu í tilkynntum bifhjólaslysum.

Njáll Gunnlaugsson, öku- og bifhjólakennari hjá Aðalbraut, segir að bíða þurfi eftir opinberum tölum um slasaða og látna til að sjá hver þróunin er í heildina. Samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu slösuðust eða létust 34 á þungum bifhjólum í fyrra og voru það töluvert færri en árin tvö þar á undan þegar 48 og 47 tilvik voru skráð í sama flokki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert