Fundu 45 kíló af sterkum efnum í Norrænu

Norræna siglir inn Seyðisfjörð.
Norræna siglir inn Seyðisfjörð. mbl.is/Þorgeir

Fíkniefnin sem tollverðir fundu í fólksbíl í Norrænu á fimmtudag voru alls 45 kíló. Er um eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi að ræða. 

Samkvæmt heimildum mbl.is voru fíkniefnin sem fundust í bílnum bæði amfetamín og kókaín og var það fíkniefnahundurinn á Egilstöðum sem rann á lyktina.

Hefur fólksbílinn nú verið tekinn í sundur til frekari rannsókna. Lögreglan á Austurlandi hefur ekki fengist til að staðfesta þessar upplýsingar. 

Greint var frá því fyrr í dag að tveir erlendir karlmenn hafi verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands vegna málsins. 

Lög­regl­an á Aust­ur­landi fer með rann­sókn máls­ins í sam­vinnu við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu. Hún segir rann­sókn­ina á viðkvæmu stigi og hyggst ekki veita frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.

Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu fyrir rúmum tíu árum. Hlutu sex menn dóm fyrir að smygla til landsins 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum.

mbl.is