Mestar líkur á sól á Vesturlandi

Fínt veður verður um allt land en líkur á sólskini …
Fínt veður verður um allt land en líkur á sólskini mestar á Vesturlandi um helgina. Kort/Veðurstofa Íslands

„Það er ágætisveður um allt land en mestar líkur á sólskini eru á Vesturlandi um helgina. Það verður meira skýjað annars staðar,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„En það er bara ágætisveður á öllu landinu þannig fólk getur látið það ráða hvert það ætlar að fara frekar en að láta veðrið ráða,“ bætir hann við.

Í Vestmannaeyjum verður hægur vindur í dag en fer aðeins að blása á morgun. Það verður ekki rigning þannig að fólk blotnar alla vega ekki en það er ekki víst að sólin láti sjá sig, segir hann um veðurhorfur fyrir þjóðhátíðargesti.

Veðurhorfur á landinu

Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en skýjað að mestu sunnanlands. Víða þokubakkar við sjávarsíðuna í nótt og í fyrramálið. Stöku síðdegisskúrir inn til landsins. Hiti 14 til 19 stig að deginum, en svalara við ströndina. Svipað veður á morgun, kólnar lítillega, nema vestanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert