Styður kaupgetuna

Fjöldi nýrra íbúða er að koma á markaðinn á næstunni.
Fjöldi nýrra íbúða er að koma á markaðinn á næstunni. mbl.is/​Hari

Fram undan er sú óvenjulega staða í kjölfar kjarasamninga að kaupgeta launafólks mun aukast vegna lækkandi húsnæðiskostnaðar. Þetta er mat Ara Skúlasonar, sérfræðings hjá Landsbankanum.

Þá er jafnframt óvenjulegt að samtímis miklu framboði á húsnæðismarkaði um þessar mundir, í kjölfar framboðsskorts, skuli vera lág verðbólga, lækkandi vextir og mikill stöðugleiki í hagkerfinu.

Sá þriðji hæsti á Íslandi

Greining Landsbankans bendir til að kostnaður við framfærslu í Evrópu, að meðtaldri húsaleigu, sé aðeins hærri í Noregi og Sviss en á Íslandi. Tölur Eurostat, hagstofu ESB, benda að sama skapi til að húsnæðiskostnaður hafi hækkað mun meira á Íslandi á síðustu árum en í ríkjum ESB. Það á sinn þátt í að Ísland er ofarlega á lista yfir húsnæðiskostnað í Evrópu.

Samkvæmt nýrri spá Analytica verður samdráttur í hagkerfinu árin 2019 og 2020 en hagvöxtur 2021. Gangi spáin eftir verða ekki skilyrði til útgreiðslu hagvaxtarauka fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2022, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »