Björgvin hafnaði í þriðja sæti og Katrín í fjórða

Björgvin Karl stóð sig vel í dag og náði 3. …
Björgvin Karl stóð sig vel í dag og náði 3. sætinu nokkuð örugglega. Ljósmynd/Ingi Torfi

Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér þriðja sætið á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum rétt í þessu. Hann var þriðji í mark í síðustu æfingu dagsins. Þriðja sætið í kvennaflokki rann Katrínu Tönju Davíðsdóttur úr greipum í síðustu æfingunni þar sem hún kom níunda í mark.

Mathew Fraser frá Bandaríkjunum og Tia-Clair Toomey frá Ástralíu eru heimsmeistarar í karla- og kvennaflokki. Fraser var að sigra heimsleikanna í fjórða skiptið í röð og Toomey í þriðja skiptið í röð.

Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í 10. sæti. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2013 sem enginn íslensk kona nær verðlaunasæti.

Verðlaunaafhending hefst innan skammst og hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu.
Björgvin kemur í mark í annarri æfingu dagsins.
Björgvin kemur í mark í annarri æfingu dagsins. Ljósmynd/Ingi Torfi
mbl.is