HM íslenska hestsins í Berlín hafið

Passað er vel upp á að reiðleiðir íslensku hestanna skarist …
Passað er vel upp á að reiðleiðir íslensku hestanna skarist sem minnst við reiðleiðir annarra hesta. Ljósmynd/Aðsend

Heimsmeistarakeppni íslenska hestsins hófst í Berlín í dag, en landsliðsknapar og hestar voru allir í gær komnir á keppnissvæðið í Karlshorst í Berlín og notuðu tímann til að  koma sér fyrir og kynna sér aðstæður og skipulag á svæðinu.

Íslensku knaparnir á HM í Berlín: Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, Árni …
Íslensku knaparnir á HM í Berlín: Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, Árni Björn Pálsson, Olil Amble, Eyrún Ýr Pálsdóttir, Bergþór Eggertsson, Helga Una Björnsdóttir, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Máni Hilmarson, Ásmundur Ernir Snorrason, Glódís Rún Sigurðardóttir, Konráð Valur Sveinsson, Ásdís Ósk Elvarsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Þórður Þorgeirsson, Tryggvi Björnsson, Benjamín Sandur Ingólfsson, Jakob Svavar Sigurðsson, Teitur Árnason, Hákon Dan Ólafsson. Ljósmynd/Aðsend

Alls eru 22 hestar í íslenska landsliðinu. 17 þeirra komu frá Íslandi í byrjun vikunnar og 5 koma frá Danmörku og Þýskalandi. Hesthúsið sem íslenska landsliðið fékk úthlutað, sóttkvíin svokallaða, er staðsett þannig að smithætta sé eins lítil og mögulegt er. Engir hestar eru til að mynda í þeim húsum sem næst liggja og passað er vel upp á að reiðleiðir íslensku hestanna skarist sem minnst við reiðleiðir annarra hesta.

Fyrstu dagana hafa knaparnir nýtt til að sýna hestunum svæðið, gengið með þá og fetað í rólegheitum um svæðið.

Veðrið hefur leikið  við menn og dýr og hitinn hefur verið hóflegur, eða milli 25 og 30 gráður, og allt kapp hefur verið lagt á að gera aðstæður sem bestar fyrir hesta og knapa.

Íslenska sendiráðið í Berlín bauð landsliðinu til móttöku í sendiráðinu á föstudagskvöld og tók Elín Rósa Sigurðardóttir, staðgengill sendiherra, þar á móti hópnum.

Landsliðsknapar og hestar eru allir í gær komnir á keppnissvæðið …
Landsliðsknapar og hestar eru allir í gær komnir á keppnissvæðið í Karlshorst í Berlín. Ljósmynd/Aðsend
Hesthúsið sem íslenska landsliðið fékk úthlutað er staðsett þannig að …
Hesthúsið sem íslenska landsliðið fékk úthlutað er staðsett þannig að smithætta sé eins lítil og mögulegt er. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina