Frammistaða Katrínar Tönju skilaði henni í 3. sæti

Katrín Tanja vann yfirburðarsigur í seinni æfingu dagsins og er …
Katrín Tanja vann yfirburðarsigur í seinni æfingu dagsins og er nú komin í 3. sæti fyrir lokaæfingu heimsleikanna. Ljósmynd/Ingi Torfi

Búið er að kynna aðra æfingu dagsins á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir. Æfingin er tvískipt og inniheldur yfirhandar hnébeygjur, „burpees“, hjólreiðar og tær í hringi eða „toes-to-rings“.

Æfingarnar heita „Ringer 1“ og „Ringer 2“. Í fyrri æfingunni þurfa keppendur að klára 30 endurtekningar á svokölluðu „Air-hjóli“ og svo jafnmargar endurtekningar af „toes-to-rings.“ Næst klára þeir tuttugu endurtekningar og því næst tíu.

Sama fyrirkomulag er á „Ringer 2“ þar sem keppendur þurfa að klára 15 burpees og 15 yfirhandar hnébeygjur áður en þeir endurtaka æfinguna tíu sinnum og næst fimm sinnum.

Karlarnir hafa sex mínútur og konurnar sjö mínútur til að klára fyrri æfinguna en allir keppendur hafa fimm mínútur til að klára síðari æfinguna.

Glæsilegur árangur Katrínar skilar henni í 3. sæti

Katrín Tanja vann yfirburðasigur í báðum æfingunum í sínum riðli og kom í mark langt á undan næsta keppanda sem var sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hún er því komin í 3. sæti fyrir lokaæfingu dagsins.

„Ég lokaði augunum, setti hausinn niður og fór af stað. Þetta er það sem við gerum. Ég hef engu að tapa og er mætt hingað til að berjast,“ sagði Katrín Tanja í viðtali eftir æfinguna. Frábært hjá Katrínu Tönju og vonandi heldur hún þessu áfram.

Þuríður stóð sig einnig mjög vel og kom önnur í mark í sínum riðli eftir báðar æfingarnar. Sú frammistaða kom henni upp um eitt sæti og er hún því í 9. sæti fyrir lokaæfinguna.

Björgvin Karl var annar í sínum riðli og er áfram í 3. sæti í keppninni.

Harðari barátta í karlaflokki

Eftir fyrstu æfingu dagsins er Björgvin Karl Guðmundsson í þriðja sæti í karlaflokki og stendur vel að vígi. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fimmta sæti í kvennaflokki og Þuríður Erla Helgadóttir í tíunda sæti.

Ríkjandi heimsmeistari kvenna, Tia-Clair Toomey er á góðri leið með að tryggja sér sigurinn þriðja árið í röð en hún er komin með gott forskot á aðra keppendur.

Í karlaflokki er keppnin um fyrsta sætið meira spennandi en þar er Noah Ohlsen með forystu 35 stigum á undan Mathew Fraser í öðru sæti. Björgvin Karl er 56 stigum á eftir Fraser.

View this post on Instagram

Thank you for all the support❤️ LET’S GO DAY 4🔥🔥 #smallbutmighty #crossfitgames 📸 @antlucic

A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Aug 3, 2019 at 7:42pm PDT

View this post on Instagram

Fighting with everything I got. 💥❤️🔥 One last day. Let’s go. xxx // Video: @nobullproject

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 3, 2019 at 6:12pm PDT


Fréttin hefur verið uppfærð.

Keppendur bíða eftir að hefja aðra æfingu dagsins.
Keppendur bíða eftir að hefja aðra æfingu dagsins. Twitter/The CrossFit Games
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert