Stórfelld líkamsárás í Kópavogi

Lögregla segir að talsverður erill hafi verið í borginni í …
Lögregla segir að talsverður erill hafi verið í borginni í nótt, en tæplega 70 mál komu inn á borð lögreglu og sex manns gistu fangaklefa. Helstu verkefni voru vegna ölvunar, óláta og slagsmála. mbl.is/Eggert

Einn maður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna stórfelldrar líkamsárásar sem framin var í Kópavogi í gærkvöldi eða nótt. Þolandi árásarinnar var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Lögregla segir að talsverður erill hafi verið í borginni í nótt, en tæplega 70 mál komu inn á borð lögreglu og sex manns gistu fangaklefa. Helstu verkefni voru vegna ölvunar, óláta og slagsmála.

Maður var handtekinn vegna líkamsárásar í Breiðholti og honum stungið í steininn yfir nótt. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir, ýmist drukknir, dópaðir eða bæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert