EES með yfirþjóðleg einkenni

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, dr. Carl Baudenbacher, segir aðspurður í viðtali við mbl.is að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hafi haft yfirþjóðleg einkenni allt frá því að hann tók gildi fyrir aldarfjórðungi síðan. Þetta segir hann eiga við um valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og EFTA-dómstólsins á sviði samkeppnislaga og valdheimildir ESA þegar kemur að fjármálaeftirliti.

Frá því að EES-samningurinn tók gildi hefur samningurinn þróast yfir á svið sem hann hafi ekki náð til á þeim tíma að sögn Baudenbachers. Þetta segir Baudenbacher, sem starfar í dag sem sjálfstæður lögfræðilegur ráðgjafi og ritaði meðal annars álitsgerð um þriðja orkupakka Evrópusambandsins að beiðni utanríkisráðuneytisins, að sé eðlileg afleiðing af grunnreglu EES-samningsins um einleitni.

Baudenbachers fjallaði um þetta í ritgerð sem birt var í Tímariti lögfræðinga árið 2007 en ritgerðin hefur verið gerð að umtalsefni í umræðunni um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem stjórnvöld vilja að samþykktur verði á Alþingi vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Nú síðast af Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi.

Þú ritaðir í grein í Tímarit lögfræðinga árið 2007 þar sem þú færðir rök fyrir því að EES-samningurinn væri yfirþjóðlegur samningur sem rúmaðist sem slíkur ekki innan ákvæða Stjórnarskrár Íslands. Ennfremur að sú hefði mögulega alltaf verið raunin frá því að samningurinn var undirritaður, í það minnsta á þeim tíma þegar greinin var rituð. Telur þú að EES-samningurinn hafi í raun alltaf verið yfir yfirþjóðlegs eðlis?

„Ég er í fríi og hef ekki ritgerðina frá 2007 fyrir framan mig. En ég minnist þess ekki að hafa sagt eitthvað um það hvort EES-samningurinn samræmist íslensku stjórnarskránni. Það sem ég man eftir að hafa ritað er að EES-samningurinn hafi yfirþjóðleg einkenni. Sú hefur verið raunin frá upphafi. Það má einnig kalla þessi einkenni hálf-yfirþjóðleg, það er smekksatriði. EFTA-dómstóllinn hefur viðurkennt ríkisábyrgð í Sveinbjörnsdóttir-dómsmálinu, en hafnað beinni réttarverkan í Karlsson-dómsmálinu. Í báðum málum var óskað eftir áliti dómstólsins af Héraðsdómi Reykjavíkur. Þessi fordæmisréttur var samþykktur af Hæstarétti Íslands.“

Hvaða hlutar af EES-samningnum eru í raun yfirþjóðlegir að þínu mati?

„Valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og EFTA-dómstólsins á sviði samkeppnislaga og valdheimildir ESA þegar kemur að fyrirkomulagi nýja fjármálaeftirlitsins.“

Hefur EES-samningurinn haldið áfram að þróast í yfirþjóðlegar áttir og má búast við því að sú þróun eigi eftir að halda áfram á næstu árum og áratugum og jafnvel í auknum mæli í ljósi þess hvernig samningurinn hefur þróast til þessa?

„Líkt og ég sagði voru yfirþjóðlegu einkennin þegar til staðar árið 1994. Íslendingar ættu að vera þakklátur þeim sem báru ábyrgð á þeim tíma, Davíð Oddsyni, Jóni Baldvini Hannibalssyni og Hannesi Hafstein heitunum. Það sem gerst hefur síðan er að EES-samningurinn hefur þróast áfram yfir á svið sem hann náði ekki til á þeim tíma. En það er eðlilegt, það er einfaldlega afleiðing af grunnreglunni um einsleitni. Það hafa verið mikil læti að undanförnu vegna innleiðingar þriðja orkupakkans í EES-samninginn. Ég vil undirstrika að orkumál heyrðu undir samninginn frá upphafi.“

Telur ekki skipta máli hvort fordæmi sé til staðar

Mig langar að lokum að spyrja um tengt mál. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið, líkt og þú þekkir, að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara á þriðja orkupakka Evrópusambandsins og innleiða löggjöfina með þeim hætti að fresta gildistöku hluta hennar um óákveðinn tíma þar til ákveðnar aðstæður skapast komi til þess.

„Ég er vissulega meðvitaður um að íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkanna og innleiða löggjöfina sem snertir hann. Hins vegar er Ísland ekki tengt meginlandinu [í gegnum rafmagnssæstreng] og mun ekki verða það nema þingið ákveði það.“

Þekkirðu einhver fordæmi þess að löggjöf frá Evrópusambandinu hafi verið innleidd í gegnum EES-samninginn með þessum hætti af öðru EFTA/EES-ríki?

„Ég held ekki að þetta skipti neinu máli. Það sem máli skiptir frá sjónarhóli íslensks fullveldis er að reglugerð 713/2009 sem liggur til grundvallar ACER [Orkustofnun Evrópusambandsins] var aðlöguð að tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Það eru engar undanþágur frá reglunum. En reglurnar eiga aðeins við ef og þegar Alþingi segir já. Enginn getur neytt Ísland til þess að tengjast. Það er enginn lagalegur grundvöllur fyrir því, ekki í EES-samningnum og ekki í þriðja orkupakkanum sjálfum. Það er, að mínu áliti, óhugsandi að ESA muni vefengja innleiðingu reglugerðarinnar.“

mbl.is

Innlent »

Bretar aðstoði við að stöðva mengun

22:44 Seyðisfjarðarkaupstaður ætlar að biðja Breta um aðstoð við að stöðva enn frekari mengun af völdum skipsins El Grillo sem var sökkt fyrir 75 árum. Meira »

Þarf að rannsaka betur fjölsótta staði

21:47 „Það þarf að rannsaka betur vinsæla ferðamannastaði eins klettabeltin ofan við Reynisfjöru, með tilliti til hættu á skriðuföllum“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Skriða féll úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

16 sektir á sjö árum

21:23 Fjölmiðlanefnd hefur lagt á sextán stjórnvaldssektir frá því að hún var stofnuð árið 2011. Þær sektir eru allar frá árunum 2013 til 2018 og námu þær samtals 10,1 milljón króna. Þar af námu sektir 365 miðla um 45% sektarfjár tímabilsins eða 4,5 milljónum króna. Meira »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Súper sól
Súper sól...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...