Berjatínsla hefst víða í næstu viku

Í berjamó.
Í berjamó. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Ég held að það sé hreinlega að spretta út framan í okkur eitt albesta berjaárið á vestanverðu landinu,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.

Hann bætir við að almennt hefjist berjatínsla ekki fyrr en í fyrsta lagi síðustu vikuna ágúst en nú megi búast við því að berjatínsla geti farið af stað um miðjan mánuðinn eða jafnvel fyrr.

Í umfjöllun um berjavertíðina í Morgunblaðinu í dag segir Sveinn Rúnar að úti um allt Vesturland séu krækiberin býsna vel sprottin og safarík. Með hverjum deginum sem líði í blíðunni fjölgi bláberjunum sem séu að breytast úr grænjöxlum í stór, blá og safarík ber. „Ég var uppi í Borgafirði fyrir rúmri viku og þá voru þegar lyngþúfur albláar af bláberjum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert