Hluta Hlemms lokað vegna malbikunar

Kort/Strætó

Lokað verður á umferð um hluta Hlemms á morgun miðvikudaginn 7. ágúst, vegna malbikunarframkvæmda á Snorrabraut.

Framkvæmdirnar verða á Snorrabraut milli Laugavegs og Hverfisgötu, en vegna þeirra verður ekki hægt að aka um sundið sem liggur á milli Laugavegs 105 og 107, eða Mathallarinnar og Hlemms Square. Áætlað er að malbikunarvinna hefjist kl. 09:00 og muni standa fram eftir degi.

Framkvæmdirnar munu hafa mikil áhrif á nokkrar leiðir Strætó að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó og mega farþegar búast við einhverjum seinkunum á svæðinu.

Upplýsingar um bráðabirgða stoppistöðvar:

Bráðabirgðastoppistöð A – staðsett á Laugavegi, sunnan megin við Mathöllina og munu leiðir 5 og 15 sem eru á leið vestur í bæ stoppar þar.

Bráðabirgðastoppistöð B – staðsett á Rauðarárstíg, austan megin við Mathöllina og munu leiðir 11, 12, 13 og 14 á leið vestur í bæ stoppa þar. Það munu einnig gera leiðir 5 og 15 á leið austur.

Bráðabirgðastoppistöð C – staðsett á Rauðarárstíg við lögreglustöðina og munu leiðir 2, 4 og 18 stoppa þar.  

Framkvæmdirnar verða á Snorrabraut milli Laugavegs og Hverfisgötu, en vegna …
Framkvæmdirnar verða á Snorrabraut milli Laugavegs og Hverfisgötu, en vegna þeirra verður ekki hægt að aka um sundið sem liggur á milli Mathallarinnar og Hlemms Square. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert