Íslendingarnir keppa í fjórgangi

Frá heimsmeistaramótinu í Berlín.
Frá heimsmeistaramótinu í Berlín. Ljósmynd/Aðsend

Íþróttakeppni heimsmeistarmótsins í hestaíþróttum í Berlín hófst í morgun með forkeppni fjórgangi.

Allir fjórir íslensku knaparnir í fullorðinsflokki luku keppni fyrir hádegi að staðartíma og þegar keppnin er u.þ.b. hálfnuð þá er Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi efstur með 7,67 í einkunn, annar er Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni-Reykjum með 7,43 í einkunn, hin þýska Lisa Drath og Kjalar frá Strandarhjáleigu er í þriðja sæti og fjórði er Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga.

Tveir íslenskir knapar keppa í fjórgangi í ungmennaflokki og ríða í braut eftir hádegi.

Hér má fylgjast með gangi mála

mbl.is