„Perlur sem þarf að sjá um“

Þessar stikur munu koma sér vel við afmörkun gönguleiða.
Þessar stikur munu koma sér vel við afmörkun gönguleiða. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Elías Arnar, landvörður í Mývatnssveit, segir að takmarkanir á umferð um ákveðin svæði í Mývatnssveit hafi verið löngu tímabærar.

Ráðist var í takmarkanirnar á föstudaginn en þær ná til þriggja svæða í eigu Reykhlíðinga; Stóra-Vítis, Leirhnjúka og Hvera. Elías segir að svæðin hafi verið mjög illa farin eftir ágang ferðamanna.

„Ég vona að þetta verði hluti af okkar daglega amstri vegna þess að þetta eru náttúrlega perlur sem þarf að sjá um,“ segir Elías í Morgunblaðinu í dag. Spurður hvort ferðamenn hafi virt takmarkanirnar yfir helgina segir Elías svo vera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »