Þreytan vegna aukavinnu

Sigurjón Þórsson
Sigurjón Þórsson mbl.is/Margrét Þóra

Sigurjón Þórsson bílstjóri, sem varð fyrir því óláni að aka olíubíl út af þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði þar sem hann valt, hefur ákveðið að hætta akstri stórra bíla í atvinnuskyni.

Sigurjón kveðst með þessari ákvörðun axla ábyrgð á mistökum sínum. Í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag lýsti hann slysinu en hann hafði dottað eitt augnablik með þeim afleiðingum að bifreið hans lenti utan vegar.

Fram kom í viðtalinu að Sigurjón hefði unnið mikið áður en slysið varð en ekki nægilega skýrt að hann stundaði aukavinnu við leigubílaakstur um helgar meðfram störfum sínum hjá Olíudreifingu. Fyrst og fremst megi rekja uppsafnaða þreytu hans til þeirra starfa. Hjá Olíudreifingu sé hins vegar vel hugað að því að starfsmenn virði og haldi hvíldartímaákvæði svo sem reglur segi fyrir um.

„Minn fráfarandi vinnuveitandi, Olíudreifing, bæði stjórnendur og aðrir starfsmenn, hefur stutt mig í þeim áföllum sem ég hef orðið fyrir undanfarið ár, því mun ég ekki gleyma og þakka ég þeim samstarfið,“ segir Sigurjón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »