Féll og meiddist á baki

Björgunarsveitarfólk að störfum. Úr myndasafni.
Björgunarsveitarfólk að störfum. Úr myndasafni. mbl.is/Eggert

Kona, sem slasaðist í fjallinu fyrir ofan golfvöllinn á Seyðisfirði í gærkvöldi, var flutt niður úr fjallinu í nótt og henni í framhaldinu komið á sjúkrahús.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að konan hafi verið á göngu þegar hún virðist hafa fallið og meiðst í baki.

Konan hafi verið mikið verkjuð en læknir sem kom á staðinn hafi náð að verkjastilla hana og í framhaldinu hafi verið hægt að flytja hana af fjallinu.

Konunni var komið í sjúkrabifreið við golfvöllinn um klukkan hálfeitt og var hún flutt þaðan í sjúkraflug á Egilsstöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert