Fengið mikil og góð viðbrögð

Frá fundi hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík á síðasta ári þar …
Frá fundi hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík á síðasta ári þar sem rætt var um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðustól. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mín tilfinning er sú að þetta hafi bara farið vel af stað. Ég hef fengið mikil og góð viðbrögð,“ segir Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, en hann setti í gær af stað undirskriftasöfnun á meðal félagsmanna í Sjálfstæðisflokknum fyrir því að fram fari atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem ríkisstjórnin vill innleiða.

Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi …
Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Spurður nánar um viðbrögðin sem hann hefur fengið segir Jón Kári að þau hafi nær undantekningalaust verið jákvæð. Bendir hann á að Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur stjórnmálaflokkur og segist aðspurður ekki von á öðru en að forysta flokksins muni taka fagnandi hugmyndum um að afgreiða málið varðandi þriðja orkupakkann með lýðræðislegum hætti innan hans. „Menn hljóta auðvitað bara að fagna því þegar vilji er til þess að leiða mál þannig til lykta eftir lýðræðislegum leiðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert