Í samstarfi við Europol

Norræna.
Norræna. mbl.is/Þorgeir

Lögreglan á Austurlandi hefur verið í alþjóðlegri samvinnu við Europol vegna fíkniefnafundarins í Norrænu á dögunum.

Þetta staðfestir lögreglan við mbl.is en hún hefur einnig átt í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Ólíklegt er að nýjar upplýsingar um málið verði gefnar í þessari viku, að sögn lögreglunnar.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is fundust 45 kíló af hvít­um efn­um, am­feta­míni og kókaíni, í bifreið. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um það hversu mikið er af hvoru efni eða hversu hrein efn­in eru. Þó hefur mbl.is fengið að heyra af því að aldrei hafi verið lagt hald á jafn verðmæta fíkni­efna­send­ingu. 

Menn­irn­ir tveir, sem grunaðir eru um smyglið, voru úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald í Héraðsdómi Aust­ur­lands á laug­ar­dag og flutt­ir til Reykja­vík­ur með flugi að kvöldi laug­ar­dags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert