Kristinn mun áfrýja til Landsréttar

Jón Steinar ásamt Kristni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur …
Jón Steinar ásamt Kristni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. mbl.is/Arnþór

Sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum verður áfrýjað til Landsréttar.

Þetta fullyrðir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins. „Það er ljóst að þetta verður aldrei endanleg niðurstaða í málinu,“ segir hann. „Það verður aldrei unað við þetta.“

Krist­inn stefndi skól­an­um vegna upp­sagn­ar hans í októ­ber í fyrra en ástæða henn­ar voru um­mæli sem hann hafði uppi á net­inu. Hann krafði skól­ann um 66 mánaða laun, eða tæp­lega 57 millj­ón­ir króna, sem hann taldi sig eiga rétt á þar sem hann kenndi áður hjá Tækni­skól­an­um í Reykja­vík og var þar op­in­ber starfsmaður.

Kristinn ásamt Hlyni Jónssyni lögmanni í héraðsdómi fyrr í dag.
Kristinn ásamt Hlyni Jónssyni lögmanni í héraðsdómi fyrr í dag. mbl.is/Freyr

Jón Steinar bætir við að athyglisvert sé hvað sumar dómsúrlausnir komi honum á óvart, þótt hann „telji lögfræðina í því standa til annarra hluta“.

„Í sjálfu sér er þetta orðið þannig að maður getur átt von á hverju sem er, sama hvað manni finnst um hinar lagalegu röksemdir. Þetta er bara reynslan eins og hún er orðin, og því miður liggur mér við að segja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert