Líkur á að skaflinn hverfi

Skaflinn í Gunnlaugsskarði.
Skaflinn í Gunnlaugsskarði.

Eftir því sem haustið nálgast fara margir íbúar höfuðborgarsvæðisins að líta til skaflsins í Gunnlaugsskarði í Esjunni til að sjá hvort hann hafi lifað af hlýindi sumarsins.

Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, hefur í áratugi fylgst grannt með skaflinum en hann verður 96 ára í næstu viku. Hann hefur sem áður fylgst með skaflinum að undanförnu og segir það vera á mörkunum hvort skaflinn muni hverfa í ár.

„Hann er orðinn lítill og það er náttúrulega töluvert eftir af hlýindum sumarsins svo ég held að það sé möguleiki á því að hann hverfi en ég er ekki alveg viss um það,“ segir Páll í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert