Fundu hluta af brjóstnælu frá 10. öld

Brotið af umræddri nælu.
Brotið af umræddri nælu.

Forn tískuvara fannst í landi Auðkúlu í Arnarfirði síðastliðinn þriðjudag þegar grafið var í stærsta skála sem grafið hefur verið í á Vestfjörðum. Um er að ræða hluta af brjóstnælu frá víkingaöld.

Í skálanum hafa áður fundist ýmsar gersemar og rennir fundur nælunnar því frekari stoðum undir kenningu fornleifafræðingsins Margrétar Hrannar Hallmundsdóttur sem lýtur að því að í skálanum hafi búið auðugt fólk.

Margrét er umsjónarmaður verkefnisins Arnarfjörður á miðöldum sem hófst árið 2011 og stendur enn yfir. „Þetta er hluti af brjóstnælu, víkinganælu. Þær voru tvær og voru algengt skart kvenna á víkingaöld,“ segir Margrét.

Með uppgreftrinum fá fornleifafræðingarnir góða innsýn í líf þeirra sem bjuggu í skálanum, að því er rfam kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »