Uppstokkun hjá veitingahúsum í borginni

Á kaffihúsi í borginni.
Á kaffihúsi í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir fækkun ferðamanna helstu skýringuna á erfiðum rekstri margra veitingahúsa í Reykjavík.

Dæmi eru um að hundruð milljóna hafi tapast á gjaldþroti veitingahúsa í miðborginni að undanförnu. Hvergi var til sparað og vitnar marmari og látún um stórhug veitingamanna.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að síðasta árið hafa samtals um 40 staðir hætt eða hafið starfsemi. Eru þá meðtaldir níu staðir í Granda mathöll sem opnuð var í fyrrasumar. Nú síðast var veitingastaðnum Dill lokað en markmið starfsmanna var að endurheimta Michelin-stjörnu staðarins. Dill er eini staðurinn á Íslandi sem hefur fengið slíka stjörnu.

Sérfræðingur í veitingamarkaði borgarinnar sagði bandaríska matgæðinga hafa gagngert komið til Reykjavíkur til að borða á Dilli. Brotthvarf staðarins vitni um þá öfugþróun að fínni veitingahús séu að hverfa úr miðborginni. Með því lækki þjónustustigið á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »