Varað við neyslu á grindhvalaafurðum

Grindhvalir strand í Garði.
Grindhvalir strand í Garði.

Matvælastofnun varar við því að fólk leggi sér til munns kjöt eða spik af grindhval. Grindhvalir hafa gengið á land á Löngufjörum á Snæfellsnesi í sumar, á Garðskaga og víðar.

Færeyingar hafa lengi borðað grindhval og það hefur oft verið gert hér á landi. Ekki hefur þó heyrst af því nýverið að strandaðir grindhvalir hafi verið skornir til átu. Það gerðist í september 2013 þegar grindhvalavaða synti á land milli Rifs og Ólafsvíkur. Margir notuðu tækifærið og skáru sér bita.

Matvælastofnun benti þá á að færeysk yfirvöld hafi allt frá 2008 ráðlagt fólki frá því að neyta grindhvalaafurða. Stofnunin og embætti landlæknis hvöttu fólk til að staldra við áður en það neytti kjöts eða spiks af grindhvölum.

Grindhvalir eða marsvín sem gengið hafa á land í sumar hafa verið lengdarmældir og kyngreindir. Einnig voru tekin vefjasýni sem verða efnagreind síðar, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. Talið er að í grindhvalastofninum í Norður-Atlantshafi séu 500-800 þúsund dýr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »