Verður höfðað mál gegn Íslandi?

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sú ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að höfða mál fyrir dómstól sambandsins gegn stjórnvöldum í Belgíu vegna þess hvernig þau stóðu að innleiðingu þriðja orkupakkans hefur vakið talsverða athygli hér á landi í ljósi umræðunnar sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði um innleiðingu pakkans hér.

Meðal þess sem einkum hefur verið tekist á um í umræðunni hér á landi um þriðja orkupakkann, sem ríkisstjórnin vill innleiða vegna aðilar Íslands að EES-samningnum, er hvort sú leið sem stjórnvöld vilja fara við innleiðinguna standist samninginn og löggjöfina sem orkupakkinn byggir á og hvort hugsanlega kunni að verða höfðað samningsbrotamál af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum.

Stuðningsmenn þess að þriðji orkupakki Evrópusambandsins verði samþykktur hér á landi vegna EES-samningsins, hafa sagt að þeir telji engar líkur á því að samningsbrotamál verði höfðað gegn Íslandi vegna fyrirhugaðrar innleiðingar orkupakkans hér á landi vegna rangrar innleiðingar hans eða að skaðabótamál verði höfðað gegn Íslandi verði pakkinn samþykktur en mögulegri umsókn um lagningu sæstrengs síðan hafnað.

Þeir sem leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakkans telja að sú leið sem ríkisstjórnin hyggst fara við að innleiða orkupakkann, það er að samþykkja hann og innleiða löggjöfina sem hann inniheldur en fresta gildistöku þess hluta hennar sem deilt er um að standist stjórnarskrána, standist ekki EES-samninginn og fyrir vikið sé hætta á að höfðað verði samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá sé líklegt að til skaðabótamáls komi.

Komið gæti til málshöfðunar gegn Íslandi

Dómsmálið gegn Belgíu byggir á því að eftirlitsaðila orkumála þar í landi hafi ekki verið veitt vald til þess að taka bindandi ákvarðanir varðandi gas- og raforkumál og geti einungis lagt til við ríkisstjórnina að slíkar ákvarðanir verði teknar. Að sama skapi séu skilyrði fyrir tengingum við tengivirki fyrir rafmagn og gas sett af stjórnvöldum en ekki eftirlitsaðilanum. Þá sé ekki hægt að tryggja jafnan aðgang orkufyrirtækja að tengivirkjum.

Hér á landi er gert ráð fyrir að umræddur eftirlitsaðili verði Orkustofnun. Með þriðja orkupakkanum verður eftirlit stofnunarinnar sjálfstætt gagnvart íslenskum stjórnvöldum en mun hins vegar heyra undir Eftirlitsstofnun EFTA og í gegnum hana orkustofnun Evrópusambandsins, ACER. Andstæðingar þriðja orkupakkans telja að dómsmálið gegn Belgíu sé til marks um áherslu Evrópusambandsins á rétta innleiðingu pakkans.

Komið er inn á hlutverk Orkustofnunar samkvæmt þriðja orkupakkanum  í álitsgerð þeirra Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns sem unnin var um málið fyrir utanríkisráðuneytið. Þar segir að spurningar vakni um það hvort lagaleg umgjörð stofnunarinnar fullnægi kröfum sem gerðar eru samkvæmt orkupakkanum til slíkra eftirlitsaðila í ljósi þess að hún muni áfram heyra undir eftirlits- og yfirstjórnunarheimildir ráðherra.

Reynist þessar hugleiðingar þeirra Stefáns Más og Friðriks Árna á rökum reistar gæti sú staða mögulega komið upp, komi til þess að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi um næstu mánaðarmót eins og stjórnvöld gera ráð fyrir, að Eftirlitsstofnun EFTA muni í kjölfarið höfða mál gegn Íslandi á þeim forsendum að staða Orkustofnunar sem eftirlitsaðila verði ekki fullnægjandi í ljósi löggjafarinnar líkt og í tilfelli Belgíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikið blæddi úr höfði mannsins. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....