Allt sami Bandaríkjaher

Kertum fleytt í rökkrinu.
Kertum fleytt í rökkrinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í afstöðu Íslendinga til Bandaríkjahers virðist gæta þess misskilnings að bandaríski herinn í Keflavík hafi verið einhver annar en sá sem varpaði kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki, stundaði fjöldamorð á óbreyttum borgurum í Víetnam og heldur úti Guantanamo-búðum.

Þetta sagði séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er hann ávarpaði kertafleytingu samstarfshóps friðarhreyfinga við Reykjavíkurtjörn nú í kvöld. Kertum er fleytt til minningar um kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki, en nú í vikunni eru 74 ár liðin frá voðaverkunum. 100.000 manns létu lífið í árásunum tveimur og er talið að álíka fjöldi fólks hafi síðar dáið vegna geislunar.

Viðskiptatækifæri í morðárásum

Davíð gerði að umtalsefni sínu ákall friðarsinna „Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!“ Það sé gott og gilt, en dugi ekki til. Mótmæla verði hvers kyns hernaði og ofbeldi, og nefndi Davíð að engum kertum væri fleytt til minningar um þá 25.000 almenna borgara sem létust í Dresden í Þýskalandi í loftárásum Bandaríkjamanna í febrúar 1945. Borgin hafi haft lítið sem ekkert hernaðarlegt vægi, Þjóðverjar verið á undanhaldi og glitt í stríðslok. Tilgangurinn hafi verið sá einn að vinna „auðmýkjandi menningarhryðjuverk á óvini“.

Séra Davíð Þór Jónsson ávarpaði kertafleytinguna
Séra Davíð Þór Jónsson ávarpaði kertafleytinguna mbl.is/Kristinn Magnússon

Engum kertum var heldur fleytt í mars til minningar um að 51 ár væri liðið frá því að bandarísk herdeild réðst inn í víetnamska þorpið My Lai og myrti með hrottafengnum hætti 500 óbreytta borgara.

Davíð sagði viðhorf íslenskra stjórnvalda undantekningarlaust hafa verið að í morðárásunum felist gríðarleg viðskiptatækifæri. Þrýsta verði á íslensk stjórnvöld að láta af fyrirhuguðum uppbyggingaráformum hersins í Keflavík hvað sem líður atvinnu-  og tekjuskapandi framkvæmdum. Hvað kostar það að hrópa þess í stað „Aldrei afrur morðárásir á óbreytta borgara, og erum við reiðubúinn að hrópa það í kjörklefanum í næstu alþingiskosningum?“ spurði Davíð Þór viðstadda.

Kertafleytingin er nú haldin í 35. sinn á Reykjavíkurtjörn, og var þeim í þetta sinn einnig fleytt á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Á Akureyri flutti Wolfgang Frosti Sahr framhaldsskólakennari ávarp.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs, stýrði fundi.
Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs, stýrði fundi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

„Jarðarför“ Okjökuls vekur athygli

10:01 Formleg kveðjuathöfn á jöklinum Ok í Kaldadal í Borgarfirði í gær hefur vakið heimsathygli. Sumir fjölmiðlar, svo sem AP og BuzzFeed, tala jafnvel um jarðarför jökulsins á meðan aðrir segja sorgarástand ríkja á Íslandi. Meira »

Tapaði 8 milljörðum á falli WOW

09:28 Skúli Mogensen segir fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu og við að reyna að verja WOW air falli. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrrverandi forstjóri WOW hefur sent frá sér. Hann segist hafa tapað 8 milljörðum á falli WOW. Meira »

Setja upp rafræn biðskýli

08:33 Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum borgarinnar og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen.  Meira »

Farvegur Dragár þornaði upp

08:18 Dragá í Skorradal, milli Litlu- og Stóru Drageyrar hefur þornað upp í sumar en á svæðinu hefur varla rignt síðan um miðjan maí að sögn Péturs Davíðssonar á Grund 2 í Skorradal. Meira »

Vilja stækka kjúklingabú til muna

07:57 Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru. Meira »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...