Beittu hlerun 40% oftar

Símar hleraðir.
Símar hleraðir.

Lögregluembættið á Suðurnesjum og lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu drógu í rúmt ár að svara bréfi ríkissaksóknara sem báðum embættum var skylt að svara. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum árið 2018.

Lögregluembættið á Suðurnesjum hafði ekki svarað bréfinu í júní, þegar skýrslan var gerð en segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson, að nú hafi bréfinu verið svarað.

Svöruðu eftir ítrekun

Bréfið var fyrst sent í janúar í fyrra og var erindið ítrekað á „eins árs afmæli“ bréfsins, eins og það er orðað í skýrslunni. „Við svöruðum í síðustu viku í samræmi við þann frest sem var fenginn,“ segir Ólafur í umfjöllun um máll þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert