Kerskálinn endurræstur í september

Svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskála 3 í álveri Rio Tinto …
Svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskála 3 í álveri Rio Tinto í straumsvík 21. júlí og var slökkt á öllum kerjunum í kerskálanum í kjölfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kerskáli þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík verður endurræstur í byrjun september. Nokkra mánuði getur tekið að koma skálanum að fullu í gagnið að nýju. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV

Svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskálanum 21. júlí og var slökkt á öllum kerjunum í kerskálanum í kjölfarið. Um þriðjungur framleiðslu álversins fer fram í skálanum en alls eru 160 ker í hverj­um ker­skála í ál­ver­inu.

Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto, segir í samtali við RÚV að nokkur ker verði ræst á dag og nokkrir mánuðir séu í að skálinn verði að fullu kominn í gagnið. 

Rio Tinto hefur ekki viljað upplýsa hvað gerðist nákvæmlega í skálanum þegar ljósboginn myndaðist. Bjarni segir að fyrirtækið viti hvað þurfi til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert