Tónleikagestir fá frítt í strætó

Tónleikagestum er ráðlagt að leggja við Kringluna og Sjóvá, en …
Tónleikagestum er ráðlagt að leggja við Kringluna og Sjóvá, en frá Kringlunni munu strætóskutlur ferja farþega í Laugardal. Ljósmynd/Strætó

Tónleikagestir á tónleikum Ed Sheeran á Laugardalsvelli um helgina fá frítt í strætó, en strætó bætir við aukaferðum vegna tónleikanna. Tónleikarnir á laugardeginum verða fjölmennustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi. Í tilkynningu frá strætó segir að gestafjöldi á laugardegi verði um 30 þúsund og um 20 þúsund á sunnudeginum. 

Um helgina veðrur Engjavegi, sem liggur framhjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum lokað fyrir allri umferð nema umferð leigubíla og einkabíla með fjóra eða fleiri farþega sem hafa miða meðferðis. Bílastæði verða við Skautahöll og Laugardalshöll. Reykjavegi verður lokað kl. 12:00 fyrir allri umferð, nema umferð rúta og strætisvagna. 

Hluti Suðurlandsbrautar frá gatnamótum Grensásvegs og að gatnamótum Kringlumýrarbrautar lokar fyrir alla umferð, nema umferð rúta og strætisvagna, meðan á tónleikum stendur. 

Kortið hér að ofan af tónleikasvæðinu og gatnalokunum má nálgast í fullri stærð á vef Senu Live.

Frítt í Strætó og skutlur frá Kringlunni

Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu, gegn framvísun miða eða armbands á tónleikana, á laugardeginum og sunnudeginum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leiðir númer 2, 5, 14, 15 og 17 stoppa skammt frá Laugardalsvelli.

Frá kl. 15:30 mun Strætó aka aukaferðir frá Kringlunni og inn á tónleikasvæðið. Vagnarnir munu hefja akstur norðan megin við Kringluna á bakvið „Kvikk on the go“ við Miklubraut. Vagnarnir aka niður Grensásveg, inn á Suðurlandsbraut og stoppa við tónleikasvæðið á Reykjavegi. Tónleikagestum er ráðlagt að leggja á bílastæðum við Kringluna eða við Sjóvá húsið.

Þegar tónleikum lýkur munu Strætóskutlurnar aka frá Suðurlandsbraut og í Kringluna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert