Vegagerðarinnar að sanna eignarhald

Landeigendur hluta Seljaness hafa komið fyrir skilti þar sem tekið ...
Landeigendur hluta Seljaness hafa komið fyrir skilti þar sem tekið er fyrir allt jarðrask. Ljósmynd/Aðsend

„Vegagerðin hefur ekki sýnt fram á það að þeir eigi veginn og geti ráðstafað honum með þessum hætti miðað við þau gögn sem liggja frammi,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeiganda á Seljanesi í Árneshreppi, í samtali við mbl.is um vegagerð í landi Seljaness vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.

Landeigendur hafa látið vinna lögfræðiálit sem varðar eignarhald á þeim hluta Ófeigsfjarðarvegs sem liggur innan lands Seljaness. Er skortur á gögnum er varða eignarhald á veginum og þar af leiðandi ekki víst að Vegagerðin hafi heimild til þess að framselja veghaldi til VesturVerks ehf.

Þá sé það Vegagerðarinnar að sanna eignarhald á veginum og framkvæmdasvæði sem nær langt út fyrir núverandi legu vegarins, að mati lögmannanna sem unnu álitið.

„Við áskiljum okkur allan rétt til þess að varna verktökunum allt jarðrask á landinu og erum í fullum rétti til þess samkvæmt álitinu,“segir Guðmundur Hrafn og hafa landeigendur komið fyrir skilti þess efnis við þann hluta vegarins sem liggur um Seljanes.

Veghald til VesturVerks

Fram kemur í álitinu að í tengslum við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar sótti VesturVerk ehf. um framkvæmdarleyfi fyrir viðhald á Ófeigsfjarðarvegi í júní. Árneshreppur samþykkti 12. júní síðastliðinn beiðnina með fyrirvara um að gert yrði samkomulag milli verktakans og Vegagerðarinnar.

Vegagerðin hefur fyrir sitt leiti samþykkt framsal á veghaldi á Ófeigsfjarðarvegi (649) til fimm ára og liggur vegurinn að hluta um landið Seljanes.

Vélar VesturVerks við Ófeigsfjarðaveg.
Vélar VesturVerks við Ófeigsfjarðaveg. Ljósmynd/Aðsend

Að þjóðvegi án samráðs

Í lögfræðiálitinu er vísað til upplýsinga frá Vegagerðinni að breyting var gerð á skráningu Ófeigsfjarðarvegar og hann færður á vegaskrá milli áranna 2003 og 2004. Var því bæði að finna skráningu vegar 649 og F649, en síðari skráningin nær til slóðarinnar sem liggur frá Eyri í Ingólfsfirði að Hvalá.

Jafnframt er bent á að engin önnur gögn voru að fá frá Vegagerðinni eða Árneshreppi um skráningu slóðarinnar sem þjóðveg árið 2004. Þá liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um samráð, samkomulag eða eignanáms í tengslum við breytingu á skráningunni.

Hluti landeigenda sendu Vegagerðinni bréf í síðasta mánuði þar sem eignarhaldi Vegagerðarinnar var mótmælt. Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að mat stofnunarinnar sé að vegurinn sé þjóðvegur. Er vísað til dóms frá 1980 þar sem segir  að „vegir í tölu þjóðvega, sem haldið hefur verið við af atmannafé um áratuga skeið, teljist eign íslenska ríkisins, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir formleg skjalfest eignarheimild.“

Vegagerðin hefur aldrei komið að veghaldi

Landeigendur telja hins vegar að þessi skilyrði séu ekki uppfyllt þar sem vegurinn hafi ekki verið skilgreindur sem þjóðvegur fyrr en 2004 og liggja ekki fyrir nein gögn um að Vegagerðin hafi sinnt viðhaldi vegarins fyrir almannafé á þessum tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá landeigendum var vegurinn að hluta lagður af starfsmönnum síldarverksmiðjunnar Ingólfs hf. og að hluta ruddur með styrk frá Strandasýslu. Þá var sá hluti vegarins sem liggur að bæjartúnum á Seljanesi ruddur af bændum og annar hlutur vegarins lagður af bændum með styrk frá Orkustofnun í þeim tilgangi að koma fyrir rennslimælum.

Telja lögmennirnir sem undirrita lögfræðiálitið að það sé Vegagerðarinnar að sanna eignarhald sitt yfir veginum. Einnig er í framkvæmdaleyfinu, sem VesturVerki var veitt af Árneshreppi, rætt um framkvæmdasvæði sem er 12 metra frá miðlínu en núverandi slóði er aðeins 4 metra breiður. Ber því Vegagerðinni að sýna fram á eignarhaldi á öllu því landrými eða ganga til samninga við landeigendur, að mati lögmannana.

Sækja efni á Eyri

Tómas Guðbjartsson, læknir, lýsir því á Facebook-síðu sinni að ekki hafi verið mikil hreyfing á vinnuvélum VesturVerks síðastliðna viku. Telur hann að skortur á jarðefni hafi meðal annars orsakað töfum.

Fram kemur í fundargerð hreppsnefndar Árneshrepps frá 7. ágúst að VesturVerki hafi verið veitt heimild til efnistöku úr námu ES3, nær heimildin til 3.500 rúmmetra efnis.

mbl.is

Innlent »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögregluni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Í gær, 16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

Í gær, 16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

Í gær, 16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

Í gær, 15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

Í gær, 15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...