Jökulsá friðlýst, fyrst verndarsvæða

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrituðu …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrituðu friðlýsinguna við Gljúfrastofu í Ásbyrgi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Umhverfisráðherra hefur undirritað friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum og vatnasviðs hennar. Þetta gerði hann í fríðu föruneyti í Ásbyrgi í dag. 

Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar út af borðinu og boðað að þau svæði skyldi friðlýsa. Jökulsá á Fjöllum var eitt þeirra, en svæðið er það fyrsta úr verndarflokki rammaáætlunar sem friðlýst er.

Samhliða friðlýsingunni undirritaði ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð og inniheldur hann nú um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi sem áður stóð utan hans. Friðlýsingin er hluti af friðlýsingarátaki sem umhverfiráðherra ýtti úr vör á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum, sem nú er friðlýstur.
Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum, sem nú er friðlýstur. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert