Leita aðila til að taka við farþegum Super Break

Þota Super Break á Akureyri.
Þota Super Break á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Markaðsstofa Norðurlands stendur nú í viðræðum við nokkra breska aðila um að taka yfir farþega ferðaskrifstofunnar Super Break sem hætti rekstri í byrjun mánaðarins. Hún hefur boðið upp á beinar flugferðir milli Bretlands og Akureyrar.

Þetta staðfestir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar, í samtali við Morgunblaðið. Málið var tekið fyrir á fundi markaðsstofunnar og þingmanna kjördæmisins um stöðu flugmála á Akureyrarflugvelli sl. fimmtudag.

„Við vitum að það er áhugi hjá einum og eigum eftir að komast að því hvort það er áhugi hjá fleirum. Við erum þó enn þá í þeirri stöðu að við vitum ekki hvort þeir fái leyfi til að taka yfir þessa farþega. Hins vegar getur verið að þeir þurfi að bjóða í farþegana og borga sérstaklega fyrir það og þá er spurning hversu kostnaðarsamt það verður að taka þá yfir. Þannig að það er algjörlega óljóst hvort af þessu verður,“ segir Arnheiður.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún að á fundinum hafi einnig verið rætt um drög að flugstefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi sem birt voru á samráðsgátt stjórnvalda 27. júlí sl. en umsagnarferlinu líkur 16. ágúst. Segir hún mikla óánægju ríkja með drögin sem fjalli um að byggja eingöngu upp millilandaflug um Keflavíkurflugvöll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert