Mótmæla komu Pence til Íslands

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Samtökin '78 munu bregðast með einhverjum hætti við því ef Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til landsins og munu jafnvel boða til mótmæla. Þetta segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna, í Morgunblaðinu í dag.

Greint var frá því í vikunni að Mike Pence væri á leið til landsins á næstu vikum til að funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um viðskiptasamráð Íslands og Bandaríkjanna. Pence er kunnur fyrir íhaldssamar skoðanir og þá sér í lagi varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá er hann andvígur fóstureyðingum.

„Hann hefur mjög hættulegar skoðanir og hefur stutt mjög hættulega stefnu þannig að ég geri fyllilega ráð fyrir að við munum bregðast við með einhverjum hætti. Hvernig það verður er ekki ákveðið. Við erum svolítið að bíða eftir því að vita hvenær hann muni koma,“ segir Þorbjörg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert