Orkupakkinn takmarkað framsal

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi málflutning Miðflokksins í umræðu um ...
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi málflutning Miðflokksins í umræðu um þriðja orkupakka ESB harðlega í ræðu sinni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta stenst enga skoðun, það er enginn trúverðugleiki á bak við svona málflutning,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um málflutning Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakka Evrópusambandsins í ræðu sinni á opnum fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun.

Húsfyllir var á fundinum sem haldinn var í húsakynnum flokksins í Valhöll.

Sagðist formaðurinn hafa á sínum beitt sér fyrir því að þingið tæki fyrir orkupakka Evrópusambandsins áður en málið fór til EES-nefndarinnar. Þá hafi þinginu verið ítrekað verið sent minnisblöð frá utanríkisráðuneytinu árin 2014 til 2016 – þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, gegndi embætti utanríkisherra – sem voru þess efnis að innleiðing orkupakkans væri ekki brot gegn stjórnarskrá.

Skaut Bjarni einnig fast á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins.  „Þeir sem sátu í forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu og báru ábyrgð á meðferð EES-mála segja núna hvers vegna er þetta komið svona langt, þeir báru ábyrgð á minnisblöðunum og spyrja hvar eru minnisblöðin.“

Húsfyllir á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Húsfyllir á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er skýrt afmarkað framsal sem við höfum heimild til þess að gera,“ staðhæfði formaðurinn.

Áréttaði formaðurinn að hann geri ekki lítið úr afstöðu þeirra flokksmanna sem lýst hafa áhyggjum af áhrifum orkuppakans.

Bjarni sagði umræðuna um sæstreng annað mál og að hans mat væri að sæstrengur sé ekki „raunhæfur valkostur, við höfum nóg með að koma orkunni milli landshluta.“ Jafnframt taldi hann ódýra orku vera hluta af samkeppnisforskoti Íslands sem ekki væri vilji til þess að afsala landinu. „Orkupakkinn fórnar ekki þessum hagsmunum. Ekkert framsal til ESB.“

Kannanir trufli ekki starfið

„Það virðist sem staðan í könnunum yfirskyggi raunverulegan árangur. Við megum ekki láta skoðanakannanir trufla okkur á miðju kjörtímabili,“ sagði.

Hann sagði alla viðstadda sammála um að staða Sjálfstæðisflokksins í mælingum ekki eins og best væri á kosið og að árangur flokksins væru ekki að endurspeglast í könnunum.  „Við höfum skilað góðu verki sem byggja á traustum grundvelli hugmynda Sjálfstæðisflokksins.“ Vísaði hann til skattalækkana, afnám gjaldeyrishafta og bætta stöðu ríkissjóðs.

„Ég fer í vinnuna á hverjum degi til þess að fylgja eftir baráttumálum okkar,“ sagði Bjarni og kvaðst ekki láta skoðanakannanir hafa áhrif á sín störf.

Fram kom í máli formannsins að breyttar aðstæður í stjórnmálunum hafi gert það að verkum að meiri krafa væri um málamiðlanir þar sem ekki hafi verið kostur að mynda tveggjaflokka ríkisstjórn. „Það hefur verið ótrúlega mikil ólga á sviði stjórnmálanna og aldrei fleiri flokkar á Alþingi. [...] Við getum ekki sett á oddinn okkar ítustu baráttumál.“

mbl.is

Innlent »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur að hefjast í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er að hefjast í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »

Má vænta vaxtalækkana

10:04 Ásgeir Jónsson hefur tekið við embætti seðlabankastjóra. Hann mætti til vinnu á skrifstofur Seðlabankans klukkan 9:04 í morgun. Ásgeir segir að vaxtalækkanir geti hæglega verið í kortunum. Meira »

43 sagt upp hjá Íslandspósti

09:53 43 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Íslandspósti. Alls fækkar stöðugildum hjá fyrirtækinu um 80 á árinu 2019. Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart um hópuppsögnina. Meira »

Stór skriða féll úr Reynisfjalli

08:22 Mjög stór skriða féll úr fjallinu fyrir ofan Reynisfjöru í Mýrdal í nótt og er sjórinn brúnlitur á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan á Suðurlandi ítrekar að austasti hluti Reynisfjöru er lokaður almenningi. Meira »

Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

08:20 Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fast gjald 324% hærra en notkunin

08:18 Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Meira »

Færri komust að en vildu

08:08 Alls hófu 44 nemendur nám við nýja námsbraut Menntaskólans á Ásbrú í tölvuleikjagerð í gær. Komust færri að en vildu.  Meira »

Ömurlegasta sumar í áratugi

07:57 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Framtíð jökla ógnað

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...