Orkupakkinn takmarkað framsal

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi málflutning Miðflokksins í umræðu um ...
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi málflutning Miðflokksins í umræðu um þriðja orkupakka ESB harðlega í ræðu sinni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta stenst enga skoðun, það er enginn trúverðugleiki á bak við svona málflutning,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um málflutning Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakka Evrópusambandsins í ræðu sinni á opnum fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun.

Húsfyllir var á fundinum sem haldinn var í húsakynnum flokksins í Valhöll.

Sagðist formaðurinn hafa á sínum beitt sér fyrir því að þingið tæki fyrir orkupakka Evrópusambandsins áður en málið fór til EES-nefndarinnar. Þá hafi þinginu verið ítrekað verið sent minnisblöð frá utanríkisráðuneytinu árin 2014 til 2016 – þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, gegndi embætti utanríkisherra – sem voru þess efnis að innleiðing orkupakkans væri ekki brot gegn stjórnarskrá.

Skaut Bjarni einnig fast á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins.  „Þeir sem sátu í forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu og báru ábyrgð á meðferð EES-mála segja núna hvers vegna er þetta komið svona langt, þeir báru ábyrgð á minnisblöðunum og spyrja hvar eru minnisblöðin.“

Húsfyllir á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Húsfyllir á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er skýrt afmarkað framsal sem við höfum heimild til þess að gera,“ staðhæfði formaðurinn.

Áréttaði formaðurinn að hann geri ekki lítið úr afstöðu þeirra flokksmanna sem lýst hafa áhyggjum af áhrifum orkuppakans.

Bjarni sagði umræðuna um sæstreng annað mál og að hans mat væri að sæstrengur sé ekki „raunhæfur valkostur, við höfum nóg með að koma orkunni milli landshluta.“ Jafnframt taldi hann ódýra orku vera hluta af samkeppnisforskoti Íslands sem ekki væri vilji til þess að afsala landinu. „Orkupakkinn fórnar ekki þessum hagsmunum. Ekkert framsal til ESB.“

Kannanir trufli ekki starfið

„Það virðist sem staðan í könnunum yfirskyggi raunverulegan árangur. Við megum ekki láta skoðanakannanir trufla okkur á miðju kjörtímabili,“ sagði.

Hann sagði alla viðstadda sammála um að staða Sjálfstæðisflokksins í mælingum ekki eins og best væri á kosið og að árangur flokksins væru ekki að endurspeglast í könnunum.  „Við höfum skilað góðu verki sem byggja á traustum grundvelli hugmynda Sjálfstæðisflokksins.“ Vísaði hann til skattalækkana, afnám gjaldeyrishafta og bætta stöðu ríkissjóðs.

„Ég fer í vinnuna á hverjum degi til þess að fylgja eftir baráttumálum okkar,“ sagði Bjarni og kvaðst ekki láta skoðanakannanir hafa áhrif á sín störf.

Fram kom í máli formannsins að breyttar aðstæður í stjórnmálunum hafi gert það að verkum að meiri krafa væri um málamiðlanir þar sem ekki hafi verið kostur að mynda tveggjaflokka ríkisstjórn. „Það hefur verið ótrúlega mikil ólga á sviði stjórnmálanna og aldrei fleiri flokkar á Alþingi. [...] Við getum ekki sett á oddinn okkar ítustu baráttumál.“

mbl.is

Innlent »

Taka með sér sápukúlur í hlaupið

Í gær, 22:10 Fjöldi þeirra sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun mun hlaupa til styrktar góðum málefnum. Í þeim hópi verður tæplega 80 manna hópur klæddur gulum bolum sem mun hlaupa til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í minningu Kristínar Halldórsdóttur, sem var tveggja ára er hún lést. Meira »

Ekki skortur á kjúklingakjöti

Í gær, 22:00 „Aðalatriðið er að fara í aðgerðir sem útiloka að þetta breiðist út og verði landlægt. Við erum í góðu samstarfi við MAST í þeim aðgerðum,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastóri Reykjagarðs. Meira »

Bíll alelda við lögreglustöðina

Í gær, 21:28 Bíll er alelda á bílastæði við lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Slökkviliðið er að störfum að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er talin hætta á að eldur berist í nærliggjandi hús. Meira »

Samkomulag náðst og dómsmál fellt niður

Í gær, 20:50 Samkomulag hefur náðst milli VR, Lífeyrissjóða verzlunarmanna og fráfarandi stjórnarmenn lífeyrissjóðsins sem tilnefndir voru af VR. Dómsmál sem rekið hefur verið vegna tilnefningar í stjórnina verður fellt niður. Meira »

1.000 bombur á 7 mínútum

Í gær, 20:15 Undanfarna viku hefur hópur sjálfboðaliða undirbúið flugeldasýninguna sem verður annað kvöld á Menningarnótt. Þá munu um 1.000 bombur springa á 7 mínútum en Hjálparsveit skáta sér um sýninguna sem fyrr og er hún hönnuð að öllu leyti af meðlimum sveitarinnar. mbl.is kíkti á undirbúninginn. Meira »

12 milljörðum ríkari

Í gær, 19:48 Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Meira »

Kæra niðurfellingu kynferðisbrotamála

Í gær, 19:47 Stígamót eru um þessar mundir að safna saman málum kvenna sem eiga það sameiginlegt að dómstólar og saksóknarar hér á landi hafa felld kynferðisbrotamál þeirra niður. Málin hyggjast Stígamót svo kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Fólk elskaði að hata skúrkinn

Í gær, 19:30 „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merkilegt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. Meira »

Tefldi fjöltefli við 60 nemendur

Í gær, 18:49 Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, lauk í gærkvöldi, fimmtudaginn 22. ágúst, þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Meira »

„Mikið áfall fyrir greinina“

Í gær, 18:20 „Þetta er mikið áfall fyrir greinina,“ segir Birgitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, um tvo veirusjúkdóma sem greindust í fyrsta skipti hér á landi í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit í lok júlí. Búið er í einangrun. Meira »

500 kílómetra upphitun fyrir maraþon

Í gær, 18:00 Einar Hansberg Árnason lauk í dag hringferð um landið, þar sem markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölda barna sem verða fyrir ofbeldi ár hvert. Einar hefur lagt að baki um 500 kílómetra, til skiptis á hjóli, róðravél og skíðatæki. Á morgun hleypur hann sitt fyrsta maraþon. Meira »

49 íbúar hafa samþykkt tilboð FEB

Í gær, 17:33 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir samþykki tilboð Félags eldri borgara í Reykjavík um hækkun á íbúðaverði. Hafa 45 þeirra þegar skrifað undir skilmálabreytingu þessa efnis og fjórir til viðbótar að gera sér ferð til borgarinnar á næstunni til að skrifa undir. Meira »

Katrín reiðubúin að funda með Pence

Í gær, 17:07 Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna að lokinni Svíþjóðarferð sinni, geti varaforsetinn framlengt Íslandsdvöl sína. Meira »

Þrengja verulega að rekstri Landspítala

Í gær, 16:33 Fjárhagsstaða Landspítala er „alvarleg“ og hefur þegar verið gripið til aðgerða vegna hennar, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í forstjórapistli. Þar segir hann þörf á að „þrengja verulega í rekstrinum. Það er engum gleðiefni að halda enn af stað í slíkar aðhaldsaðgerðir“ Meira »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

Í gær, 16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

Í gær, 15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

Í gær, 15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

Í gær, 15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

Í gær, 15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....
Útsala .Kommóða ofl.
Til sölu 3ja skúffu kommóða,mjög vel útítandi,ljös viðarlit.. Verð kr 2000.. Ei...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Til sölu nokkrar fágætar bækur
Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum Ilions-kvæði 1856 Flateyjarbók,...