Sigríður geti átt endurkomu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksisn, segir sjálfsagt að fyrrverandi dómsmálaráðherra geti …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksisn, segir sjálfsagt að fyrrverandi dómsmálaráðherra geti átt endurkomu í ríkisstjórn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Að sjálfsögðu getur hún átt endurkomu í ríkisstjórn,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður um stöðu Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í ljósi Landsréttarmálsins og dóms Mannréttindadómstóls Evrópu.

Spurningunni var beint til Bjarna á opnum fundi þingflokksins í Valhöll fyrr í dag. Var spurt hver staða Landsréttarmálsins væri og hvort Sigríður Á. Andersen, þingmaður sjálfstæðisflokksins, ætti afturgengt í ráðherraembætti.

Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra 14. mars.
Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra 14. mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni svaraði eins og segir hér að ofan og benti um leið á að beðið væri niðurstöðu um málskotsbeiðni íslenskra stjórnvalda vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar dómsins.

Sagði Bjarni að Hæstiréttur hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu að dómarar sem málið nær til geti starfað áfram og nú væri sömu spurningu velt upp að nýju.

„Aðeins Hæstiréttur getur skorið úr um það.“ Kvaðst hann gera ráð fyrir að nýr dómur Hæstaréttar myndi fara á sama veg og sá fyrri og að „dómarar í Landsrétti starfi áfram“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert