40 aukavagnar Strætó vegna tónleika

Það var nóg að gera hjá Strætó í gær.
Það var nóg að gera hjá Strætó í gær. mbl.is/​Hari

Um fjörutíu aukavagnar frá Strætó tóku þátt í akstri í kringum  tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Um klukkustund tók að tæma Laugardalinn.

Að sögn Guðmundar Heiðar Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó, voru tónleikagestirnir sem nýttu sér þjónustu Strætó til fyrirmyndar og gengu ferðirnar á milli Kringlu og Laugardals eins og í sögu.

Aukavagnar voru settir inn í leiðarkerfi Strætó eftir þörfum þar sem álagið var mikið. Til dæmis safnaðist mikið fólk saman á biðstöðvum á Suðurlandsbraut og voru aukavagnar sendir þangað til að anna eftirspurninni.

Guðmundur bætir við að Strætó hafi átt í frábæru samstarfi við lögreglu, Reykjavíkurborg og tónleikahaldara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert