Fjölmenni á árshátíð grænkera

Röðin í kræsingarnar var löng.
Röðin í kræsingarnar var löng. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegan festival, eins konar árshátíð íslenskra grænkera, var haldið í fjórða sinn á Thorsplani í Hafnarfirði í dag. Hátíðin var vel sótt og segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, að mál manna sé að aldrei hafi jafnmargir komið þar saman.

Af nógu var að taka á torginu þar sem gestum og gangandi bauðst að kaupa götubita, föt, kaffi, hreinlætisvörur og ýmislegt fleira, allt að sjálfsögðu án þess að nokkur dýr biðu skaða af.

Hátíðin stóð yfir frá klukkan 12 til 15 og telur Benjamín að allt í allt hafi um þúsund manns lagt leið sína á torgið.

Hér er boðið upp á kaffi. Vegan!
Hér er boðið upp á kaffi. Vegan! mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert