Grátlegar skemmdir á landinu

Rofabörðin í Fífilbrekkum eru leifar gróðursælla ása. Jóhann hefur verið ...
Rofabörðin í Fífilbrekkum eru leifar gróðursælla ása. Jóhann hefur verið að sá í börðin til að reyna að minnka fok úr þeim. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það er grátlegt að sjá þessar skemmdir á landinu. Þær eru mannanna verk. Svona landnýting ber ekki vott um samfélagslega ábyrgð,“ segir Jóhann Kristjánsson, áhugamaður um landgræðslu.

Hann hefur tekið land við Þórisjökul í fóstur og er að græða það upp til að halda því sem eftir er af jarðveginum. Hann telur að ofbeit sauðfjár fyrr á árum sé upphafleg orsök þeirra náttúruhamfara sem orðið hafa á svæðinu og svo hafi náttúruöflin tekið við og lokið verkinu með vatnsrofi og jarðvegsfoki.

Landið sem Jóhann vinnur að því að græða upp í sjálfboðavinnu er á milli Stóra-Björnsfells við Þórisjökul og fjallsins Skjaldbreiðar, í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Það eru ásar sem nefndir eru Fífilbrekkur og Fífilvellir neðan þeirra en þar munu hafa verið grónir valllendisvellir. Tilheyrir þetta svæði afrétti Grímsnesinga og er nú skilgreint sem þjóðlenda.

Þetta var eitt af grösugustu svæðum hálendisins fyrr á öldum en var orðið að örfoka melum og ljót rofabörð voru það eina sem eftir var af Fífilbrekkum þegar Jóhann fór að vinna að landgræðslu þar fyrir um áratug.

Taumlaus ofbeit

Jóhann segir að þetta svæði hafi verið ósnortið af skepnum og mannfólki öldum saman og smám saman byggt upp gróðurþekju. Rekur hann öfugþróunina til síðari hluta 19. aldar þegar sauðasalan til Bretlands hófst. Sauðagullið sem bændur fengu fyrir að selja fé á fæti hafi verið fyrstu beinhörðu peningarnir sem sveitafólkið fékk. Bændur hafi farið að fjölga fé og nýta beitarlönd á hálendinu sem reynslan sýni að gróðurinn hafi ekki þolað. „Þetta voru uppgrip. Þeir gátu keypt byggingarefni frá útlöndum fyrir þessa fjármuni og aðrar vörur hjá kaupmönnum.“ Þegar Bretar bönnuðu innflutning á lifandi fé hafi tekið við útflutningur á söltuðu kjöti í tunnum og ofbeitin haldið áfram.

Moldin fýkur af Fífilvöllum í þurrkum og roki, eins og ...
Moldin fýkur af Fífilvöllum í þurrkum og roki, eins og algengtvar í vor. Moldarhalinn getur verið einhverjir kílómetrar að lengd. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Menn fóru offari. Þetta var taumlaus ofbeit og grátlegt að menn skyldu ekki draga úr sauðfjárrækt til að hlífa landinu. Staðan er litlu betri núna. Bændur framleiða tvöfalt meira kindakjöt en við borðum. Af hverju er fólk að beita örfoka land þegar við höfum ekkert við afurðirnar að gera? Það eru skattgreiðendur og neytendur sem greiða kostnaðinn,“ segir Jóhann. Hann segir að margir afréttir séu ofbeittir. Bendir á að rofabörð séu skýr merki um ranga landnýtingu en Íslendingar eigi Evrópumetið í rofabörðum. Það segi sína sögu.

Jóhann hvetur til hugarfarsbreytingar hjá stjórnvöldum. Ekki þurfi að hvetja almenning. Fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að halda í þann jarðveg sem eftir er. „Stjórnvöld þurfa að ákveða hvaða svæði eru hæf til beitar og hvaða svæði þarf að friða. Við eigum heimsins bestu sérfræðinga á þessu sviði en ekki er hlustað á þá. Aðrir hagsmunahópar eru öflugri.“ Segist Jóhann vita vel að dýrt sé að girða svæði af. Ef það gangi ekki megi ráða menn í vinnu við það að halda fé frá ofbeittu svæðunum, ef aðgangur er að betra landi í nágrenninu.

Þegar féð hafði gengið of nærri gróðrinum í Fífilbrekkum tóku roföflin við, að mati Jóhanns. Vatnið gróf brekkurnar í sundur og fleytti moldinni niður á vellina þar sem hún þornaði og fauk í burtu með vindinum. Eftir sitja rofabörð í Fífilbrekkum þar sem grænir ásar voru í aldir og rofið heldur áfram. Telur Jóhann að milljónir tonna af jarðvegi hafi fokið burt af þessu svæði.

„Mikil verðmæti eru í moldinni hér í 400-500 metra hæð. Hún er eins og þerripappír. Hún tekur við rigningarvatni og leysingavatni úr úr fjöllunum og heldur í sér yfir sumarið. Eftir að jarðvegurinn er farinn er enginn þerripappír eftir og ekkert sem stöðvar vatnið,“ segir Jóhann.

Reið í kringum Skjaldbreið

Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur, reið í kringum Skjaldbreið í rannsóknarleiðangri sínum sumarið 1841. Hann fór um reiðarslóðir, dal og hól, eins og skáldið segir frá í kvæði sínu Fjallið Skjaldbreiður og tekur fram að hann hafi séð „á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell“. Hann hefur því farið um Fífilvelli og Fífilbrekkur eða skammt þar frá.

Í ferðadagbók Jónasar sem Páll Valsson segir frá í ævisögu skáldsins kemur fram að hann hafi orðið viðskila við samferðamenn sína og verið kominn í mikla tvísýnu. Hann ákvað þó að halda einn áfram á hesti sínum Baldri þótt hann væri hvorki með nesti né hlífðarföt og liggja úti um nóttina í von um að geta lokið ferðinni daginn eftir. Það gerði hann og fann samferðamennina morguninn eftir.

Hann orti kvæðið þekkta um fjallið Skjaldbreið og ferðalagið allt um nóttina og næstu daga en það hefst svo:

Fannar skautar faldi bláum

fjallið, allra hæða val;

hrauna veitir bárum bláum

breiðan fram um heiðardal.

Viðtalið birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 9. ág­úst
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Í gær, 16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

Í gær, 16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

Í gær, 16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

Í gær, 15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

Í gær, 15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

Í gær, 15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

Í gær, 14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og var göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

Í gær, 14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...