„Ískaldur“ Sheeran bregður á leik

Sheeran á tónleikunum í gærkvöldi.
Sheeran á tónleikunum í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem heldur seinni tónleika sína á Laugardalsvelli í kvöld, hefur birt mynd af sér á Instagram-síðu sinni þar sem hann bregður á leik við íslistaverk.

Að sjálfsögðu er hann í íslenska landsliðsbúningnum, eins og í lok tónleikanna í gær, en ekki fylgir sögunni hvar hann var staddur þegar myndin var tekin.

Myndin hefur fengið 263 þúsund „læk“ á þeim klukkutíma sem er liðin síðan myndin var birt.

View this post on Instagram

When in Iceland 📸 @zakarywalters

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 6:18am PDT

Sheeran hefur dvalið hér á landi í nokkra daga og kynnst meðal annars íslenskri náttúru og mannlífi og miðað við stemninguna á myndinni var hann ánægður með kynni sín af íslenska klakanum.

Þrjátíu þúsund Íslendingar sóttu tónleika hans í gærkvöldi og von er á um tuttugu þúsund á tónleikana í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert