Aurskriður á Siglufirði

Tvær aurskriður féllu á Siglufirði í nótt.
Tvær aurskriður féllu á Siglufirði í nótt. Ljósmynd/Siglfirðingur

Að minnsta kosti tvær aurskriður hafa fallið við suðurhluta Hafnarfjalls við Siglufjörð í nótt. Þá er talið að aukin hætta sé á frekari skriðum vegna mikillar úrkomu, að því er fram kemur á vef Siglfirðings. Þá segir að uppsöfnuð úrkoma síðasta sólarhring á Siglufirði sé 140 millímetrar.

Fram kemur í fréttinni að gríðarleg úrkoma á Tröllaskaga hafi valdið vatnavöxtum í ám og lækjum og hafa dælubrunnar á Siglufirði ekki haft undan. Þá hefur slökkviliðið og bæjarstarfsmenn komið upp aukadælum til þess að fæla úr brunnum.

Úrkoman færist yfir Strandir

„Þetta var bara smávægilegt, en það má búast við að næsta sólarhring þurfi að fylgjast með. Það gætu fallið einhverjar skriður í viðbót,“ segir Ólíver Hilmarsson hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is. Hann bendir á að það hafi verið gefið út viðvörun vegna úrkomunnar á Tröllaskaga. Þá hafi fallið stærri skriða í Hörgárdal.

„Það ætti allt að vera að ganga niður núna,“ segir hann og bendir á að farið er að draga verulega úr úrkomu. „Það er í um sólarhring eftir að hættir að rigna að haldi áfram að falla skriður á meðan vatnið er að leita niður hlíðarnar.“ Ólíver bætir við að ekki sé talin hætta á skriðum í byggð.

Hann segir úrkomuna nú vera að færast yfir á Strandir og að þar séu nokkrir staðir þekktir þar sem getur fallið aurskriður. „Það er algengt að falli úr fjöllum í svona veðri.“

Ljósmynd/Siglfirðingur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert