Fæðubótarvörur oft stöðvaðar í tolli

Tollhúsið við Tryggvagötu.
Tollhúsið við Tryggvagötu. mbl.is/Ófeigur

Innflutningur á fæðubótarefni er gjarnan stöðvaður að sögn aðstoðaryfirtollvarðar, Baldurs Höskuldssonar. Þá uppfylla vörurnar ekki kröfur tollstjóra eða innihalda óleyfileg efni.

Þá bætast sífellt hættuleg efni á lista MAST, sem tollstjóri starfar eftir, að sögn Zulemu Sullca Porta, fagsviðsstjóra hjá neytendavernd MAST.

Segir hún í samtali í Morgunblaðinu í dag, að ómögulegt væri að ganga úr skugga um að innflutningur á öllum hættulegum efnum í matvörum væri stöðvaður, en aðalatriðið væri að hindra það að efnin kæmust á markað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert