Gaf upp rangt nafn og barði í lögreglubíl

Tveir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tveir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona var handtekinn fyrir afskiptasemi og truflun á störfum lögreglu þegar ökumaður bíls sem hún var farþegi í var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Konan gaf meðal annars upp rangt nafn og barði í lögreglubifreiðina. Eftir skýrslutöku voru þau bæði látin laus. 

Lögreglan handtók annan ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann einnig sviptur ökuréttindum. Hann var laus eftir sýnatöku. 

Einnig var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr á byggingasvæði.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert