Hrókshátíð í afskekktasta þorpi Grænlands

Máni Hrafnsson hefur tekið þátt í skáklandnámi Hróksins frá upphafi, ...
Máni Hrafnsson hefur tekið þátt í skáklandnámi Hróksins frá upphafi, 2003. Ljósmynd/Hrókurinn

Hrókurinn stendur fyrir mikilli skák- og sirkus hátíð í Kullorsuaq, sem er 450 bær á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands, dagana 11.-16. ágúst. Kullorsuaq, sem er á 74. breiddargráðu, er eitt afskekktasta þorp Grænlands, og er þetta annað árið í röð sem Hrókurinn heldur hátíð þar í samvinnu við heimamenn.

Leiðangursmenn Hróksins eru Hrafn Jökulsson, sem mun kenna skák, og sirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro, sem verða með sýningar og sirkusskóla. Að aflokinni hátíðinni í Kullorsuaq verður boðið upp á fjöltefli og sirkussýningu í Upernavik, sem er liðlega 1000 manna bær.

Þeir Axel og Roberto voru með sirkusskóla í Kullorsuaq á vegum Hróksins í fyrra, jafnt fyrir börn sem fullorðna, og síðan hafa bæjarbúar komið reglulega saman til að æfa sig í sirkuslistum. Jafnframt var stofnað skákfélag í bænum, enda skildu liðsmenn Hróksins eftir bæði sirkusbúnað og taflsett.

Sirkuslistamennirnir Axel og Roberto verða með sirkusskóla á hátíð Hróksins ...
Sirkuslistamennirnir Axel og Roberto verða með sirkusskóla á hátíð Hróksins í Kullorsuaq. Ljósmynd/Hrókurinn

Þetta er fimmta ferð Hróksins til Grænlands á þessu ári, en landnám skáklistar og vináttu á vegum félagsins hófst árið 2003. Margir leggjast á eitt til að gera hátíðina í Kullorsuaq að veruleika. Meðal helstu bakhjarla eru NAPA, NunaFonden, sveitarfélagið Avannaata, Air Iceland Connect, ÍsSpor, Air Greenland Connect og fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sem leggja til verðlaun, gjafir og vinninga.

„Við erum afar stolt og glöð yfir því að geta endurtekið leikinn frá því í fyrra í Kullorsuaq, en þá heppnaðist hátíðin frábærlega,“ segir Hrafn Jökulsson forseti Hróksins. „Að baki er margra mánaða undirbúningur, og þar á kraftaverkakonan Birgitta Kamann Danielsen í Kullorsuaq stærstan hlut. Það er meira en að segja það, að skipuleggja svo veglega hátíð á svo afskekktum stað. Við mætum með gleðina að leiðarljósi. Það verður líka gaman að hitta börn og fullorðna í Upernavik, en þangað komum við Hróksliðar síðast í desember 2013.“

Hátíð til minningar um Gerdu Vilholm

Samtímis því sem Hrafn, Axel og Roberto verða á vesturströndinni munu Máni Hrafnsson og Joey Chan slá upp Polar Pelagic-hátíð í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, sem helguð er minningu Gerdu Vilholm. Þetta er þriðja minningarhátíðin í Tasiilaq um Gerdu, sem lést í ársbyrjun 2017. Hún var máttarstólpi mannlífsins í Tasiilaq og heiðursfélagi í Hróknum.

„Við minnumst einstakrar konu, sem var heiðursfélagi í Hróknum,“ segir Hrafn. „Gerda rak einu bókabúðina í Tasiilaq, sem hún kallaði Háskóla alheimsins. Þar var griðastaður barnanna í Tasiilaq, og þangað komu þau til að tefla og njóta lífsins. Gerda var heiðursfélagi í Hróknum og hennar er sárt saknað. En við minnumst hennar best með því að skapa gleðistundir fyrir börnin í bænum.“

Máni og Joey munu kenna skák í skólanum, efna til margvíslegra viðburða og myndlistarsamkeppni, auk þess að heimsækja heimili fyrir börn sem ekki geta dvalið hjá foreldrum sínum og fleiri staði. Þau munu jafnframt færa Amarngivat, sem er opið og ókeypis dagheimili fyrir ung börn, gnótt af fatnaði og gjöfum sem seld verða við vægu verði í þágu þessa einstaka heimilis, sem nú berst í bökkum.

Gleðigjafinn Joey Chan er margreyndur Grænlandsfari og mun m.a. sjá ...
Gleðigjafinn Joey Chan er margreyndur Grænlandsfari og mun m.a. sjá um myndlistarkeppni barnanna í Tasiilaq. Ljósmynd/Hrókurinn

„Austur-Grænlendingar standa okkur Íslendingum næst og við erum heppin að eiga slíka nágranna. Markmið Hróksins er ekki bara að útbreiða skák, heldur efla vináttu og samvinnu grannþjóðanna á sem allra flestum sviðum,“ segir Hrafn.

Helstu bakhjarlar hátíðarinnar í Tasiilaq eru Polar Pelagic, Air Iceland Connect, Kópavogsbær, ÍsSpor og fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar sem gefa verðlaun, vinninga og gjafir.

„Það er óhætt að segja að við stöndum í stórræðum nú í ágúst, og við þökkum af heilum hug öllum þeim óteljandi einstaklingum og fyrirtækjum sem leggja okkur lið. Með hverju ári sem líður verður okkur betur ljóst hve mikilvægt er að skapa gleðistundir á Grænlandi. Og aldrei skulum við gleyma því, að Íslendingar eru heppnasta þjóð í heimi þegar kemur að nágrönnum,“ segir Hrafn.

Hrafn Jökulsson ásamt grænlenska skákmeistaranum Steffen Lynge.
Hrafn Jökulsson ásamt grænlenska skákmeistaranum Steffen Lynge. Ljósmynd/Hrókurinn
Heiðbjört Ingvarsdóttir nestar Hróksmenn með ótal böngsum í splunkunýjum prjónafötum.
Heiðbjört Ingvarsdóttir nestar Hróksmenn með ótal böngsum í splunkunýjum prjónafötum. Ljósmynd/Hrókurinn
mbl.is

Innlent »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »

Má vænta vaxtalækkana

10:04 Ásgeir Jónsson hefur tekið við embætti seðlabankastjóra. Hann mætti til vinnu á skrifstofur Seðlabankans klukkan 9:04 í morgun. Ásgeir segir að vaxtalækkanir geti hæglega verið í kortunum. Meira »

43 sagt upp hjá Íslandspósti

09:53 43 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Íslandspósti. Alls fækkar stöðugildum hjá fyrirtækinu um 80 á árinu 2019. Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart um hópuppsögnina. Meira »

Stór skriða féll úr Reynisfjalli

08:22 Mjög stór skriða féll úr fjallinu fyrir ofan Reynisfjöru í Mýrdal í nótt og er sjórinn brúnlitur á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan á Suðurlandi ítrekar að austasti hluti Reynisfjöru er lokaður almenningi. Meira »

Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

08:20 Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fast gjald 324% hærra en notkunin

08:18 Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Meira »

Færri komust að en vildu

08:08 Alls hófu 44 nemendur nám við nýja námsbraut Menntaskólans á Ásbrú í tölvuleikjagerð í gær. Komust færri að en vildu.  Meira »
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....